Hjartabréf að handan: Skilaboð úr ljósi – mjúk snerting við hjartað.
Það sem þú saknar leitar þín líka.Verndarar, vinir og ástvinir ganga með okkur – jafnvel þegar við finnum ekki fótspor þeirra.
Panta Hjartabréf
Hvað eru Hjartabréf?
Stutt, einlæg skilaboð
Þau eru stutt, einlæg skilaboð frá þeim sem þér þykir vænt um
Persónuleg snerting
Ekki hefðbundin miðlun, heldur einstök og persónuleg skilaboð.
Skilaboðin sem þú þarft
Þau koma frá ástvinum, verndurum eða vinum,
og þau koma alltaf á réttum tíma.
Hvernig virkar þessi þjónusta?
1
Brú milli heima
Ég miðla skilaboðum frá ástvinum sem dveljast nú í öðrum heimkynnum, með blíðu og virðingu.
2
Orð sem veita frið
Þau færa þér styrk og staðfestingu þegar þú þarft þess mest.
3
Einfalt ferli
Frá pöntun til móttöku, einfalt og aðgengilegt.
4
Einstök skilaboð
Hvert hjartabréf er sérsniðið og persónulegt.
Vitnisburðir
"Bréfið kom nákvæmlega þegar ég þurfti á því að halda"
Ég hafði beðið um merki, og þetta var það.
-Anna Dísa
"Ég fékk loksins orðin sem hjarta mitt hafði beðið eftir“
Það var eins og ástvinur minn væri að hvísla í gegnum þessi orð – ég skynjaði nærveruna svo sterkt.
- Magnús Jónsson
Í þjónustu ljóssins
Trúnaður og virðing
Tenging við handanheim er heilög – og hver miðlun ber í sér ljós, hlýju og milda nærveru.
Jákvæð skilaboð
Einungis uppbyggileg og styrkjandi skilaboð.
Takmörk og ábyrgð
Þjónustan byggir á siðferðilegri ábyrgð og virðingu fyrir lífi og dauða. Hjartabréf koma ekki í stað faglegs ráðgjafa en þau geta verið ljós á leið.
Algengar spurningar
Get ég fengið skilaboð frá einhverjum sem ég sakna mjög mikið?
Já – þú getur óskað sérstaklega eftir sambandi við ákveðinn ástvin, vin eða verndara. Stundum stígur sá einstaklingur fram beint – stundum kemur einhver annar í staðinn með dýpri tengingu eða mikilvæga orðsendingu. Ég hlusta með hjartanu og miðla aðeins því sem kemur með ljósi.
Hvers vegna stíga sumir fram en aðrir ekki?
Tenging við handan er andleg samvinna – ekki stjórn. Þeir sem stíga fram hafa oftast ást, skilning eða lækningu að færa. Sálir starfa líka í ljósi og stundum er einfaldlega ekki rétti tíminn. En það sem kemur, er alltaf það sem þú þarft að heyra.
Get ég spurt spurninga í tengingu?
Þú getur sett fram ósk eða beint spurningu að handan, en skilaboðin fylgja alltaf eigin flæði. Stundum svara þau því sem hjartað spyr – jafnvel áður en spurningin hefur verið sett í orð. Aðrir tímar bera með sér það sem þú þarft að heyra – ekki endilega það sem þú ætlaðir að spyrja um.
Er hægt að fá skilaboð frá einhverjum sem ég þekkti ekki vel, en finn tengingu við?
Já. Stundum stíga fram sálir sem þú kannski þekktir aðeins lauslega – eða jafnvel ekki á lífsleiðinni – en sem hafa tengingu við þig á andlegu sviði. Tenging á sér oft dýpri rætur en við áttum okkur á í daglegu lífi.
Er hægt að fá tengingar við dýr sem hafa kvatt?
Já, dýrin okkar sem hafa kvatt eru gjarnan fús til að tengjast okkur að nýju. Þau bera sömu ást og minningu og koma oft með sérstaka orku og huggun. Tenging við dýr er oft mjög hrein og bein, full af skilyrðislausri ást.
Getur þetta opnað fyrir drauma eða aðrar skynjanir?
Já, það getur gerst. Hjartabréf eru oft upphaf að tengingu sem heldur áfram – í draumum, minningum, orku eða tilfinningu um að sálin sé nær. Þetta er ekki óvenjulegt, heldur merki um að hjartað hafi opnast.
Um miðilinn

Með opið hjarta, næma tengingu og virðingu fyrir hinu ósýnilega, hlusta ég á það sem vill heyrast. Ég vinn í kyrrð, ekki í flaustri – með kærleika, ekki með ótta. Þessi vinna er ekki starf – hún er köllun. Hún hefur fylgt mér frá barnæsku, mótast af visku forfeðra minna og kennslu lífsins sjálfs.
Ég tengist þeim sem hafa kvatt þessa veröld og miðla orðum þeirra með auðmýkt og ábyrgð.
Skilaboðin sem berast eru ekki mín – þau fara í gegnum mig. Ég bíð, hlusta, og skrifa það sem kemur, án þess að bæta við eða breyta.
Ég trúi því að ástin deyr ekki. Hún breytir aðeins um form.
Og þegar við opnum hjartað fyrir þeirri tengingu, getur ljós og nærvera borist milli heima – jafnvel í einni setningu, einu orði, eða hljóðlausri tilfinningu.
Það er ekki mitt að stjórna hver kemur, né hvað berst – en ég mun alltaf miðla því sem kemur með kærleika, ljósi og tilgangi.
Ég hef helgað lífi mínu að hjálpa fólki að tengjast ástvinum sínum sem eru farnir. Markmið mitt er að létta sorg og auka skilning í gegnum hjartabréf.